Heiðar eru margar ófærar á Vestfjörðum í dag. Kleifaheiði, Miklidalur og Hálfdán eru ófærar. Þá hefur Bröttubrekku í Dölum verið lokað. Þæfingur er yfir Klettháls.
Dynjandis- og Hrafnseyrarheiðar eru lokaðar. Þæfingur er á Þröskuldum og Steingrímsfjarðarheiði er þungfær. Ófært er úr Bjarnarfirði norður í Árneshrepp.