Miklar truflanir á rafmagni

Miklar truflanir hafa verið á rafmagni á Vestfjörðum í dag. Í morgun snemma sló út Ingjaldssandslína frá Holti út á Ingjaldssand. Álftafjarðarlína slo út um hálf ellefu en var sett inn fljótlega. Um kl 11 varð rafmagnslaust vestan Gufudals og að Kletthálsi.um l 12 var tilkynnt um bilun í flutningskerfi Landsnets og varð þá rafmagnslaust víða á Vestfjörðum.

Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets sagði í samtali við Bæjarins besta að keyrt væri á varaafli og því væri rafmagn á norðanverðum Vestfjörðum. Nú rétt áðan var komin spenna á Keldeyri og þar með fá sunnanverðir Vestfirðir rafmaggn.

Allir staðir nema Önundarfjörður og Tálknafjörður eru komnir með rafmagn annað hvort frá varafali eða tengdir við byggðalínuna.

Uppfært kl 13:30. 

Rafmagn á að vera komið á hjá öllum notendum á Ísafirði. Þó á eftir að staðfesta að það sé komið rafmagn í Arnardal.

Önundarfjörður er allur rafmagnslaus vegna seltuvandamál í tengivirkinu í Breiðadal. Undirbúningur á þrifum á virkinu er hafinn.  Bilun er í varavél á Flateyri og er því ekki hægt að keyra varaafl á bæinn.

Rafmagn er komið á Tálknafjörð.

Kl 13:39  sveitir úti við Patreksfjörð

Vegna seltu þarf að hreinsa spennuvirki á Patreksfirði. Á meðan að vinna fer fram þarf að taka út rofa fyrir jarðsteng Barðaströnd og Rauðasands- og Kollsvíkurlínu og verður þar með rafmagnslaust á sveitum í kringum Patreksfjörð. Áætlaður verktími er um 2 klst.

 

DEILA