Landsbyggðin vill fækka innflytjendum

Mynd: ruv.is

Viðhorf íbúa á landsbyggðinni til fjölda innflytjenda er marktækt frábrugðið afstöðu íbúa höfuðborgarsvæðisins. Þetta kemur fram í könnum Félagsvísindastofnunar sem unnin var fyrir Velferðarráðuneytið í september 2019.

9% munur á milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins

Á landsbyggðinni vilja 26% svarenda fjölga innflytjendum en 35% á höfuðborgarsvæðinu. munurinn er 9%. 37% á landsbygginni vilja fækka innflytjendum en 29% á höfuðborgarsvæðinu.

Það eru því 11% fleiri á landsbygginni sem vilja fækka í hópi innflytjenda en þeir sem vilja fjölga innflytjendum (26% : 37%) en því er öfugt farið á höfuðborgarsvæðinu. þar eru 6% fleiri sem vilja fjölga innflytjendum ( 35%:29%).  Um 36-37% vilja halda fjöldanum óbreyttum og er hlutfallið svipað á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu.

Samandregið á landsvísu eru hóparnir nánast jafnstórir, 31% svarenda vilja fjölga og 32% vilja fækka, 37% vilja óbreyttan fjölda innflytjenda.

og 8% munur

Svipaður munur milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins kemur fram í afstöðu til mikilvægis innflytjenda til menningar og efnahags. Á höfuðborgarsvæðinu eru 67% þeirrar skoðunar að innflytjendur auðgi menningu og hafi góð áhrif á efnahag. Á landsbyggðinni er hlutfallið 59%. Munurinn er 8%.

Tvær breytur gætu varpað ljósi á þennan mun. Sú fyrri er hjúskaparstaða og hin er menntun.

Svarendur í sambúð/hjónabandi styðja síður fjölgun innflytjenda og vilja fremur fækkun þeirra (28% : 33%) en einhleypir (39%:29%). Um 47% háskólamenntaðra vilja fleiri innflytjendur sem er um 20% hærra hlutfall en þeirra sem ekki hafa háskolamenntun.

Ef íbúar á landsbyggðinni eru lílkegri til að vera í sambúð/hjónabandi en íbúar á höfuðborgarsvæðinu og ef jafnframt fjöldi háskólamenntaðra á höfuðborgarsvæðinu er hærri en á landsbyggðinni gætu þessi atriði skýrt að verulegu leyti þennan 8-9% mun á afstöðu eftir búsetu.

Mikill munur eftir stjórnmálaflokkum

Í könnuninni eru svörin einnig greind eftir stuðningi við stjórnmálaflokka. Þar kemur fram athyglisvert mynstur sem gengur í gegnum svörin við öllum þremur spurningunum.

Kjósendur Pírata, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna meðal svarenda í könnuninni eru nokkuð samstíga. Meirihluti þeirra vill fjölga innflytjendum (57-62%) og yfirgnæfandi meirihluti þeirra telur að innflytjendur auðgi menningu og bæti efnahag ( 80 – 90%).

Stuðningsmenn Viðreisnar hallast í sömu átt en tölurnar eru um 20-25% lægri, en samt er hópurinn sem er  jákvæður í garð innflytjenda stærri en hópurinn sem er neikvæður.

Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Miðflokksins eru flestir á þeirri skoðun að fækka eigi í hópi innflytjenda og þar skera Miðflokksmenn sig úr þar sem aðeins 5% þeirra telja að fjölga eigi innflytjendum en 72% að fækka eigi í hópi innflytjenda.

Um helmingur kjósenda Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks telja að innflytjendur hafi góð áhrif á efnahag en um fimmtungur telja áhrifin slæm. Varðandi menninguna eru hlutföllinn svipuð  hjá þessum tveimur flokkum um helmingur telja innflytjendur auðga menninguna en um 25% ekki. Stuðningsmenn Miðflokksins eru hér líka frábrugðnir stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að því leyti að þeir telja áhrifin á efnahag ekki góð og auðgi ekki menningu. Er það eini flokkurinn þar sem fleiri telja áhrif slæm en góð bææði varðandi efnahag og menningu.

S,V,P,C gegn D,B, M

Ef afstaða til innflytjenda og mat á áhrifum þeirra er notuð til þess að flokka stjórnmálaflokkana sjást nokkuð skýrar línur.

Samfylkin, Píratar, Viðreisn og Vinstri grænir eru allir sömu megin ef svo má að orði komast  þar sem allir vilja fjölga innflytjendum og Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Miðflokkurinn einnig sömu megin, þ.e. vilja fækka innflytjendum og þeirrir tveir hópar flokka eru andstæðir.

Innan hvors hóps eru svo skil. Viðreisn sker sig að nokkru frá hinum þremur Samfylkingu, Vinstri grænum og Pírötum. Stuðningsmenn Viðreisnar meta áhrifin af innflytjendum ekki eins jákvætt og stuðningsmenn hinna flokka þriggja, en engu að síður eru fleiri stuðningsmenn Viðreisnar þeirrar  skoðunar að jákvæðir áhrifin séu meiri en þau neikvæðu.

Hinum megin línunnar sem innflytjendamálin virðast skipta flokkunum í er töluverður munur á afstöðu Sjálfstæðisflokkskjósenda og Framsóknar annars vegar og kjósenda Miðflokksins hins vegar. Allir vilja fækka innflytjendum en Miðflokksstuðningsmenn þó sýnu mest. Þeir meta áhrifin á efnahag og menningu frekar neikvæð en jákvæð.

Spurning:

Finnst þér að það ætti að auka eða draga úr fjölda innflytjenda sem koma til Íslands eða finnst þér að fjöldi þeirra ætti að vera óbreyttur frá því sem nú er? – Bakgrunnsgreining

 

Tekið var 2000 manna lagskipt tilviljunarúrtak úr netpanel Félagsvísindastofnunar. Af þessum 2000 manns voru 50 með óvirkt netfang og er því nettó úrtaksstærð 1950 manns. Úrtakið var lagskipt eftir kyni, aldri og búsetu til þess að það endurspeglaði sem best samsetningu landsmanna. Gagnaöflun hófst 5. september og lauk 23. september 2019. Alls svöruðu 945 könnuninni og er svarhlutfallið því 48,5%.

-k

DEILA