Karfan: Vestri vann Sindra 101:75

Í gærkvöldi lék karlalið Vestra við Sindra frá Hornafirði í 1. deildinni. Seinka varð leiknum þar sem ferðalag Vestramanna til Hornafjarðar tók lengri tíma en áætlað var.

Úrslit leiksins urðu hins vegar þannig að Vestri vann öruggan sigur 101:75. Vestri tók þegar í fyrta leikhluta 15 stga forystu og jók við hana öðrum 14 stigum í 2. leikhluta. Staðan í hálfleik var 59:30 Vestra í vil.

Hilmir Hallgrímsson lé við hvern sinn fingur og skoraði 30 stig og fjöldann allan af fráköstum. Nemanja Knezevic setti niður 18 stig og Toni J. skorðai 17 stig.

Þetta var annar leikur Vestra á árinu. Þann 6. janúar lék vestri við Hamar í hveragerði og þar höfðu Hvergerðingar betur 106:86.

Vestri er sem fyrr í 4. sæti deildarinnar með 14 stig. Höttur, Egilsstöðum, Hamar í Hveragerði og Breiðablik í Kópavogi eru langefst með 26 stig, 24 stig og 22 stig.

DEILA