Hvassahraunsflugvöllur: verið að afvegaleiða málið

Flugvél Ernis á ísafjarðarflugvelli. Mynd: Halldór Sveinbjörnsson.

Hörður Guðmundsson, flugmaður og framkvæmdastjóri Flugfélagsins Ernis ehf segir að hugmyndir um nýjan flugvöll fyrir innanlandsflugið í Hvassahrauni séu ekki raunhæfar. Aðeins sé verið að slá ryki í augu fólks með þessu. Hörður bendir á að ekki séu til peningar í Sundabraut eða jarðgöng fyrir austan  og þess verði varla að vænta að fé fáist til þess að byggja nýja innanlandsflugvöll fyrir milljarðatugi króna. Tal um þetta sé til þess eins að afvegaleiða málið.  Hörður segist ekki vera talsmaður þess að flytja flugvöllinn, „nema síður sé.“

„Innanlandsflugið á undir högg að sækja. Það er að keppa við niðurgreiddar samgöngur, bæði ferjur og strætisvagna auk þess að ferðatími á bíl er að styttast. Ef flugvöllurinn verður færður yrði innanlandsflugið  nánast dauðadæmt.“

Hörður nefnir sem dæmi að ferðin kosti 470 kr í strætó á Höfuðborgarsvæðinu en raunkostnaður er 1.700 kr ferðin. Munurin sé enn meiri í ferjunum  eins og Herjólf.

DEILA