Drangsnes: Jenný hættir eftir 34 ár

Jenný Jensdóttir, Drangsnesi.

Jenný Jensdóttir, skrifstofustjóri hjá Kaldrananeshreppi hefur sagt starfi sínu lausu. Hún hefur þriggja mánaða uppsagnarfrest þannig að síðasti vinnudagur hennar verður í lok febrúar.

Ástæðan er hækkandi aldur eins og hún tók sjálf fram í bréfi til sveitarstjórnar:

„Það var ekki auðvelt að taka þessa ákvörðun og verður sennilega líka erfitt að lifa með henni. Vil ég taka það skýrt fram og án alls vafa að þessi ákvörðun hefur ekkert með samstarf mitt með oddvita og sveitarstjórn að gera en það hefur verið mjög gott og tel ég að fullt traust hafi ríkt milli okkar. En hún ég verð ekki yngri meðan tíminn þýtur áfram og ég vil eiga nokkur góð ár án fastrar vinnu meðan heilsan leyfir að leika sér.“

Sveitastjórn Kaldrananeshrepps þakkar Jenný Jensdóttur fyrir öll þau vel unnu störf sem hún hefur unnið fyrir hreppinn frá árinu 1986, þar af frá árinu 1990 sem skrifstofustjóri og sem oddviti eða varaoddviti í 28 ár á því tímabili.

DEILA