Blábankinn ársskýrsla 2019

Skýrsla um starfsemi Blábankans á Þingeyri á síðasta ári hefur verið birt. Það var annað heila starfsárið. Blábankinn er sjálfseignarstofnun. Við hann starfar eitt stöðugildi sem hefur verið deilt milli tveggja starfsmanna í 50% vinnu hvor. Starfsmenn frá upphafi hafa verið Arnar Sigurðsson og Arnhildur Lilý Karlsdóttir, en Haukur Sigurðsson og Vaida Bražiūnaitė leiddu verkefnið á fyrri hluta árs vegna fæðingarorlofs.

Stjórn Blábankans skipa:

– Alain De Cat / Helena Skaptason Jónsdóttir (stjórnarformaður), Vestinvest ehf
– Arna Lára Jónsdóttir, Nýsköpunarmiðstöð
– Þórdís Sif Sigurðardóttir, Ísafjarðarbær
– Neil Shiran Þórisson, Arctic Fish
– Agnes Arnardóttir, Íbúasamtökin Átak

Blábankinn býður upp á að hýsa og veita þjónustu fyrir bæði opinbera- sem einkaaðila. Mest fer fyrir gjaldkeraþjónustu Landsbankans, en þjónusta var veitt í um 800 skipti á árinu á hans vegum. Þá hefur Blábankinn gert þjónustusamning við Verkvest, verkalýðsfélag. Blábankinn veitir aðstoð við tölvunotkun, auk aðstöðu til að prenta og skanna. Var þessi þjónusta nýtt um 50 sinnum á árinu.

Af annarri starfsemi Blábankans er helst að nefna vinnustofur og nýsköpunarverkefnið Startup Westfjords sem var haldið í annað sinn í september. Viðburðurinn var markaðssettur undir heitinu nýsköpunarhemill. Mikil aðsókn var, en 96 teymi sóttu um þátttöku víðsvegar að úr heiminum. Níu fyrirtækjum var boðin þátttaka í ár, bæði alþjóðlegum og innan Vestfjarða. Dvöldu þau í allt að þrjár vikur á Þingeyri og unnu að verkefnum sínum í Blábankanum undir handleiðslu sérfræðinga.

Meðal verkefnanna var að finna verkefni fyrir Núp í Dýrafirði og annað var laut að hliðarverkefnum fiskeldis.

DEILA