Vesturlína komin inn

Rétt fyrir klukkan 10 í dag var spennirinn í Geiradal spennusettur og eru þá allir notendur á Vestfjörðum komnir með rafmagn frá landskerfinu. Sunnanverðir Vestfirðir og Dýrafjörður tengdust landskerfinu rétt eftir 4 í nótt og norðanverðir Vestfirðir klukkan 9 í morgun. Allri varaaflskeyrslu hefur í kjölfarið verið hætt.

Eins og kunnugt er hafa fallið snjóflóð bæði á Flateyri og í Súgandafirði. Í tilkynningu frá Orkubúi Vestfjarða segir að  ekki hafi  borist fréttir af tjóni á dreifikerfi rafmagns þar og ekki hefur þurft að ræsa þar varaafl.

 

kl. 23:36 í gærkvöldi fór rafmagn af öllum á Ströndum, Reykhólasveit og Inndjúpi vegna útsláttar á Glerárskógalínu í Hrútatungu. Fljótlega var búið að koma inn varaafli á nær alla notendur á Ströndum og Reykhólasveit. Í Inndjúpinu kom inn rafmagn um kl 1 í nótt með varaafli.

Tálknafjarðarlina sló út um kl 22 í gærkvöldi vegna útsláttar á Vesturlínu.

DEILA