Viðbótarframlag vegna fatlaðra

Jöfnunarsjóður sveitarfélaga hefur með samþykki sveitarstjórnarráðherra veitt 400 milljónum króna í sérstakt framlag vegna þjónustu við fatlað fólk. viðbótarframlög eru veitt til þeirra þjónustusvæða þar sem kostnaður við reksturinn er verulega íþyngjandi.

Til Vestfjarða renna 541.900 krónur eða um 0,14% af fjárhæðinni.  Hæsta fjárhæðin fer til Reykjavíkur eða um 191,4 milljónir króna eða 48%.

Til annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu er ráðstafað 140 milljónum króna. Til Grindavíkur 3,5 milljónum króna,  til Skagafjarðar 18 milljónir króna, Austurland fær 2,4 milljónir króna og Suðurland 45 milljónir króna.

DEILA