Vesturbyggð: Uppsagnir á bæjarskrifstofunni.

Fjórum starfsmönnum Vesturbyggðar var sagt upp störfum fyrir skömmu.  Á miðvikudaginn í síðustu viku var bókað í fundargerð bæjarstjórnar að bæjarstjórnin harmaði „þær erfiðu en nauðsynlegu niðurskurðaraðgerðir sem leiddu til uppsagna nýverið. Fráfarandi starfsmönnum eru þökkuð vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins og er þeim óskað velfarnaðar.“

Engar frekari upplýsingar eru gefnar um málið. Bæjarstjóri og formaður bæjarráðs Vesturbyggðar hafa ekki enn brugðist við ósk Bæjarins besta um nánari upplýsingar um uppsagnirnar.

Samkvæmt upplýsingum Bæjarins besta voru uppsagnirnar liður í sparnaðaraðgerðum og var fræðslustjóra, bókara og kerfisstjóra sagt upp störfum auk eins starfsmanns áhaldahúss.

 

DEILA