Vestfirðir: vegir lokaðir

Frá vígslu Bolungavíkurganganna 2010.

Samgöngur milli byggðarlaga á Vestfjörðum liggja að miklu leyti niðri vegna óveðurs. Bæði Þröskuldar og Steingrímsfjarðarheiði eru lokaðar um kl 20:30 samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.  Gemlufallsheiðin var lokuð fyrir kvöldmat. Á Flateyrarvegi féll snjóflóð og  lýst var yfir hættustigi  og vegurinn er lokaður. Sömu sögu er að segja af Súðavíkurhlíð. Þar féll snjóflóð, hættustigi var lýst yfir kl 18:30 og veginum lokað. Þá er vegruinn um Súgandafjörð inn að jarðgöngum skráður lokaður.

Á sunnanverðum Vestfjörðum eru Hálfdán, Mikludalur, Kleifaheiði, Klettsháls og Hjallaháls allir lokaðir.

Þá eru Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði ófærar.

Einu færu millibyggðavegirnir virðast vera jarðgöngin milli Ísafjarðar og Bolungavíkur og frá Ísafirði til Önundarfjarðar svo og um Steingrímsfjörð milli Hólmavíkur og Drangsness.

 

DEILA