Tryggvi Guðmundsson kjörinn heiðursfélagi

Á myndinni eru talið frá vinstri Jónas Guðmundsson, Tryggvi Guðmundsson og Þórdís Sif Sigurðardóttir. Mynd: aðsend.

Á aðalfundi Félags lögfræðinga á Vestfjörðum sem haldinn var á Ísafirði í gær, 12. desember, var Tryggvi Guðmundsson, lögmaður á Ísafirði, kjörinn heiðursfélagi í félaginu.

Tryggvi hefur í 44 ár eða frá árinu 1975 rekið lögmannsstofu og fasteignasölu á Ísafirði fyrst einn en síðar undir hatti með öðrum, en hefur nú minnkað nokkuð við sig vinnu.

Tryggvi er flestum Ísfirðingum að góðu kunnur enda fæddur þar og uppalinn og hefur nánast allan sinn feril starfað á Ísafirði.

Félag lögfræðinga á Vestfjörðum var stofnað á Hrafnseyri við Arnarfjörð 15. september 1995 og verður því 25 ára á næsta ári.  Allan tímann hefur Jónas Guðmundsson, verið formaðu félagsins.  Með honum í stjórn nú eru Þórdís Sif Sigurðardóttir og Hrefna María Jónsdóttir.  Tryggvi Guðmundsson er fyrsti heiðursfélagi félagsins.

Á Vestfjörðum starfa nú eftir því sem næst verður komist 18 lögfræðimenntaðir einstaklingar níu konur og níu karlar, þar af eru tveir í Vesturbyggð en hinir á norðanverðum Vestfjörðum.

DEILA