Strandveiðar 2018: 445 bátar og 9800 tonna afli

Alls voru 445 bátar á strandveiðum í fyrra og fiskuðu 9800 tonn, þar af 9100 tonn af þorski. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu Hagstofu Íslands um hag veiða og vinnslu 2018.

Tekjur af strandveiðum voru 2,3 milljarðar króna og rekstrargjöld 1,9 milljarðar króna. Afokoman af rekstrinum (EBITDA) var 407 milljónir króna eða 17,6% af tekjum.  Að teknu tilliti til afskrifta og fjármagnskostnaðar var hreinn hagnaður aðeins 45 milljónir króna, sem er 2% af tekjum.  Er þessi afkoma varðandi reksturinn svipuð og fiskveiða 2018 í heild þar sem  EBITDA  var 18%. Hins vegar er hreinn hagnaður af strandveiðum nokkuð lakari ef fiskveiðum í heild þar sem hann var 7,8%.

Þá er áberandi mikill munur á aflahlutum í strandveiðum og í öðrum fiskveiðum. Á strandveiðunum voru aflahlutirnir um 16% af tekjum. Hjá smábátum á aflamarki voru aflahlutirnir 39% af tekjum og í fiskveiðum í heild er hlutfallið 38%.

 

 

DEILA