Stjórnarformaður KSH: hef fulla trú á framtíðinni

Matthías Lýðsson, stjórnarformaður Kaupfélags Steingrímsfjarðar Hólmavík segist hafa fulla trú á framtíð Kaupfélagsins en dregur ekki dul á það að taka þurfi erfiðar ákvarðanir sem verði sársaukafullar fyrir samfélagið við Steingrímsfjörð og næsta nágrenni.

Matthías segir að rétta verður rekstur kaupfélagsins við þar sem eru veikleikar og að framundan sé endurskipulagning í samstarfi við Vestfjarðastofu, Byggðastofnun og Strandabyggð. Kaupfélagið á hlut í mörgum fyrirtækjum á svæðinu og kemur því til með að gegna áfram þýðingarmiklu hlutverki í atvinnulífinu. Hann segir það hafa verið verulega breytingu að loka versluninni á Drangsnesi en það sé ánægjulegt a enginn bilbugur sé á Drangsnesingum að viðhalda þjónustustiginu og þeir eru að opna nýja verslun.

Matthías ítrekar að það framundan séu óhjákvæmilegar breytingar en jafnframt segir hann að framtíðarhorfur Kaupfélagsins líti ekki illa út. „Við erum á réttri leið og ég hef fulla trú  á framtíðinni.“

Tveir umsækjendur

Tvær umsóknir bárust um starf kaupfélagsstjóra og verða viðtöl á næstu dögum. Matthías segir að fráfarandi kaupfélagsstjóri Viktoría Rán Ólafsdóttir sé enn að störfum og verði viðloðandi næstu daga og svo aftur í janúar til þess að aðstoða nýjan Kaupfélagsstjóra.

 

DEILA