Óvænt heimsókn forseta Íslands til Flateyrar

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson og Ingibjörg Guðmundsdóttir, skólastjóri. Myndir: lydflat.is

Guðni Th Jóhannesson, forseti Íslands kom á föstudagskvöldið í óvænta heimsókn í Lýðskólann á Flateyri. Hann kom vestur til að vera við jarðarför á Ísafirði á laugardaginn ákvað með stuttum fyrirvara að sækja Lýðskólann heim.

Ingibjörg Guðmundsdóttir, skólastjóri sagði að forsetanum hefði verið sýndur skólinn og nemendagarðarnir. Síðan var honum boðið í kvöldmat og nemendurnir settu saman nokkur skemmtiatriði og fóru með þau fyrir gestinn.

Ingibjörg var afar ánægð með frumkvæði forsetans að heimsókninni og sagði að nemendur og forsetinn  hefðu átt saman góðan stund.

DEILA