Nýr bátur í stað Einars Guðnasonar ÍS

Frá undirskrift samninga: Þórður Emil Sigurvinsson, Óðinn Gestsson, Þröstur Auðunsson og Högni Bergþórsson. Mynd: trefjar ehf.

Norðureyri ehf á Suðureyri hefur gert samning við Trefjar ehf um smíði á nýjum Cleopatra 40B beitningarvélarbáti. Báturinn mun leysa af hólmi Einar Guðnason ÍS, sem strandaði fyrir skömmu og eyðilagðist.

Óðinn Gestsson, framkvæmdastjóri Íslandssögu sagði í samtali við Bæjarins besta að gert væri ráð fyrir að nýi báturinn kæmi fyrir lok næsta árs. Hann er svipaður og Einar Guðnason ÍS en heldur stærri. Kaupverð á svona bát mun vera 250 – 300 milljónir króna.

Norðureyri ehf keypti í síðasta mánuði Von GK 15 tonna krókaaflamarksbát, sem er smíðaður árið 2008 og búinn beitningavél. Óðinn sagði að ekki væri afráðið hvað yrði um hann þegar nýi báturinn kæmi.

 

DEILA