Núpur: sótt um að skipta lóðinni undir húseignunum

HérNú ehf , hinn nýi eigandi að fasteignm Héraðsskólans á Núpi hefur sótt um að fá að skipta lóðinni undir eignunum í þrjár lóðir.  Heildarflatarmál lóðanna er 94.981 fermetrar. Til viðbótar er svo 2.960 fermetra lóð undir Sólvöllum. Þá er teiknuð sérlóð undir Ytri húsum 2.040 fermetrar og eftir standa 92.941 fermetrar, sem er í dag ein lóð undir öllum skólabyggingunum og sótt er um að verði skipti í þrennt.

Lóð 2 verði um Kvennavistina, byggingar sem eru frá 1956 og eru skráðar í Þjóðskrá sem skóli, skólastjoraíbúð og Vesturendi. Sú lóð verði 5.304 fermetrar að stærð.

Lóð 3 verði svo um gamla skólann frá 1931 og byggingar sem eru frá 1948 og 1954 samtals 5.732 fermetrar að stærð. Þar eru samkvæmt Þjóðskrá auk skólahúss frá 1948, norðurálma 1949, íþróttahús 1949 og Vesturálma 1954.

Eftir myndi þá standa að aðallóðin verður 81.905 fermetrar í stað 92.941 fermetrar. Þar eru byggingar frá 1964, fimm íbúðir, skóli, lesstofa, mötuneyti og geymsla.

Erindið hefur ekki verið afgreitt og frestaði skipulags- og mannvirkjanefnd afgreiðslu þess á fundi sínum 11. desember með þeim orðum að kvaðir um aðgengi að Sólvöllum og lóðum 2 og 3 og prestbústað þurfa að vera almennar.

DEILA