Lögreglan Vestfjörðum: ekkert ferðaveður á Vestfjörðum á morgun

Lögreglan á Vestfjörðum vill vekja athygli á því að Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur, í samráði við lögreglustjóra allra umdæma landsins, lýst yfir óvissustigi vegna óhagstæðrar veðurspá.

Ef veðurspáin gengur eftir verður ekkert ferðaveður á Vestfjörðum á morgun, hvort heldur utan eða innanbæjar. Búast má við að vegir muni lokast þegar veðrið verður hvað verst. Lögreglan hvetur til þess að fólk sé ekki á ferðinni að nauðsynjalausu.

Þá er hvatt til þess að fólk tryggi alla lausamuni, þ.e.a.s. að þeir fjúki ekki og valdi slysum eða fokskemmdum. Loks eru eigendur eða umráðamenn skipa og báta hvattir til að huga að þeim.

Lögreglan biður fólk um að fylgjast með frekari upplýsingum frá Almannavörnum, á Facebook www.facebook.com/Almannavarnir um veðurspá á www.vedur.is, færð á vegum www.vegagerdin og upplýsingum á textavarpinu, www.textavarp.is

DEILA