Karfan: Vestri úr leik í bikarkeppninni

frestaður leikur Vestra og Fjölnis í bikarkeppni KKÍ karla fór fram í gær á Ísafirði.

Úrvalsdeildarlið Fjölnis fór með nokkuð öruggan sigur af hólmi 68-85 og hafði betur í öllum fjórum leikhlutunum  (13-20, 20-21, 17-20, 18-24).

Athyglisvert er þó að byrjunarlið Vestra skoraði fleiri stig en byrjunarlið Fjölnis eða 58 stig gegn 51 stigi. Meiri breidd virtist vera í liði Fjölnis þar sem 34 stig komu af bekknum en aðeins 10 stig hjá Vestra.

Vestri : Nebojsa Knezevic 17, Matic Macek 15/5 fráköst, Marko Dmitrovic 13/6 fráköst, Ingimar Aron Baldursson 8, Hugi Hallgrímsson 7/6 fráköst, Hilmir Hallgrímsson 6/8 fráköst, Egill Fjölnisson 2, Friðrik Heiðar Vignisson 0, James Parilla 0, Blessed Parilla 0, Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson 0, Helgi Snær Bergsteinsson 0, Krzysztof Duda 0.

 

 

DEILA