Ísafjörður: verulegur hagnaður af hafnarsjóði

Þessi mynd af Hnífsdal prýðir kápu fjárhagsáætlunar Ísafjarðarbæjar 2020.

Hafnarsjóður Ísafjarðarbæjar verðu rekinn með verulegum hagnaði  á næsta ári samkvæmt tillögu að fjárhagsáætlun næsta árs. Tekjur hafnasjóðs eru áætlaðar 379 milljónir króna og gjöldin að meðtöldum fjármagnskostnaði verða 278 milljónir króna, gangi áætlunin eftir. Afgamgur frá resktri verða því 101 milljón króna eða 27% af tekjunum. Á þessu ári er áætlað að rekstrarafgangurin verði 114 milljónir króna. Hafnarsjóður virðist því hafa töluvert bolmagn til þess að standa undir kostnaði við framkvæmdir.

Á næstu fjórum árum eru a.m.k. þrjú stór verkefni i höfnum Ísafjarðarbæjar, dýpkun Sundahafnar, Sundabakki og endurbygging hafnargarð á Þingeyri. Kostnaður er talinn vera um 760 milljónir króna og þar af greiðir Hafnabótasjóður um 385 milljónir króna. Miðað við þessar tölur fellur um 380 milljónir króna kostnaður á hafnasjóðinn, sem gerir um 95 milljónir króna á ári að jafnaði.

DEILA