Ísafjörður: fasteignagjöld lækka um 24,3 m.kr.

Samkvæmt minnisblaði fjármálastjóra Ísafjarðarbæjar lækka tekjur bæjarins af vatnsgjaldi og holræsagjaldi um 24,3 milljónir króna milli ára. Ástæðan er sú að meirihluti bæjarstjórnar hefur ákveðið að lækka fasteignagjöldin. Mun lækkunin koma fram í lægra vatnsgjaldi. Þar verður gjaldið 0,1% af fasteignamati fasteignar en það var 0,205% á yfirstandandi ár. Fyrir vikið verða áætlaðar tekjur af vatnsgjaldi 20 milljónum króna lægri á næsta ári en á þessu.  Holræsagjald lækkar úr 0,25% í 0,2% og verða tekjur bæjarns um 4 milljónum króna lægri á næsta ári en þessu.

Tillögurnar um fasteignagjöldin hafa verið lagðar fram og verða afgreiddar á næsta fundi bæjarstjórnar þegar fjárhagsáætlun fyrir 2020 verður afgreidd.

DEILA