Hálendisþjóðgarður : skýrsla afgreidd í ágreiningi

Mynd úr skýrslunni af fyrirhuguðum þjóðgarði.

Þverpólítísk nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu sem var skipuð af umhverfis- og auðlindaráðherra í apríl 2018 í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar skilaði af sér skýrslu í dag. Umhverfisráðherra kynnti áform sín um að leggja fram lagafrumvarp um stofnun þjóðgarðsins á vorþingi 2020.

Athygli vekur að Miðflokkurinn stendur ekki að skýrslunni og Bergþór Ólason, alþm. fulltrúi flokksins í nefndinni skrifaði ekki undir skýrsluna. Hann sagði í samtali við Bæjarins besta að hann teldi ekki tímabært að fara í lagasetninguna.  Miklar athugasemdi hefðu komið frá sveitarfélögum sem koma til með að eiga land í þjóðgarðinum og þá hefði Landsvirkjun gert ítarlegar athugasemdir. Berþór sagði að nauðsynlegt væri að eiga frekara samráð  áður en lengra yrði haldið og vinna yrði meiri greiningarvinnu. benti hann á skýrslu Ríkiendurskoðunar um Vatnajökulsþjóðgarð þar sem farm kæmu alvarlegar athugasemdir við núverandi þjóðgarð.

„Hálendisþjóðgarður verður einstakur þjóðgarður á miðhálendi Íslands þar sem er að finna ein stærstu óbyggðu víðerni Evrópu. Ég vil þakka nefndinni þeirra frábærlega vel unnu störf sem færa okkur nær því marki að stofna þjóðgarð á miðhálendinu með öllum þeim tækifærum sem því fylgja,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.

Yfirlýsing fulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Í yfirlýsingu frá Vilhjálmi Árnasyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins og fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, vegna skila á skýrslu nefndarinnar til ráðherra eru slegnir fyrirvarar við framgang málsins. Þar segir að  „Mikilvægt er að atriði sem fram koma í skýrslunni verði uppfyllt, en ljóst er að það kallar á mikinn undirbúning í aðdragandanum að stofnun þjóðgarðsins.“

Nefnir Vilhjálmur m.a. þau atriði er snúa að orkunýtingu innan þjóðgarðsins, einkaframtak og sátt við aðliggjandi sveitarfélög og hagsmunaðila.

Vilhjálmur segir að mikilvægt sé að atriði sem fram koma í skýrslunni verði uppfyllt, „en ljóst er að það kallar á mikinn undirbúning í aðdragandanum að stofnun þjóðgarðsins.“

„Má þar m.a. nefna orkunýtingu, einkaframtak innan þjóðgarðsins og sátt við aðliggjandi sveitarfélög og hagsmunaaðila. Hvað orkunýtingu og orkudreifingu snertir skal það vera að fullu í samræmi við áætlanir Alþingis.“

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra tekur ivð skýrslunni úr hendi Óla Halldórssonar, formanns nefndarinnar.
Mynd: aðsend.
DEILA