Bolungavík: Hafnasjóður rekinn með góðum afgangi

Tekjur Hafnasjóðs Bolungavíkur voru  árið 2018  101 milljón króna og rekstrarkostnaður varð 80 milljónir króna. Afgangur frá rekstri varð því það ár 21 milljón króna eða 20% tekna. Fjármagnskostnaður var 3 milljónir króna svo niðurstaðan var hagnaður upp á 18 milljónir króna.

Fjárhagsáætlun  2019 gerir ráð fyrir að af 99 milljóna króna tekjum verði 26 milljónir króan eftir þegar búið er að greiða allan rekstrarkostnað og fjármagnskostnað. Fjárhagsáætlun 2020 gerir einnig ráð fyrir góðri afkomu hafnarinnar. Tekjur eru áætlaðar 97 milljónir króna og að afgangur verði 23 milljónir króna.

Fram hefur komið að þörf er á framkvæmdum í Bolungavíkurhöfn fyrir um 1 milljarð króna.

Sjö framkvæmdir eru sérstaklega tilgreindar. Af þeim eru þrjár á tímaáætlun.  Lenging Brimbrjótisins er merkt nr 1. Hún kostar 302 milljónir króna og er á áætlun á næsta ári. Næst er árið 2021 sandfangari og endurbygging nr 7. Sú framkvæmd kostar 53 milljónir króna. Þá er endurbygging Lækjarbryggju, merkt nr 3. Hún kostar 351 milljón króna og er á áætlun 2023.

Fjórar framkvæmdir eru ekki inn á samgönguáætlun og óvíst hvenær þær komast til framkvæmda. Þær eru:

Nr. 3 Dýpkun innri hafnar sem kostar 20 milljónir króna.

Nr. 4 Lenging Grundargarðs – ytri , kostar 90 milljónir króna.

Nr. 5 Lenging Grundargarðs – innri sem kostar 150 milljónir króna.

Nr. 6 Iðnaðarlóð, landfylling og garður 120 milljónir króna.

DEILA