Bolungavík: aflinn 1080 tonn í desember

Frá Bolungavík. Mynd: Bolungavikurhofn.

Alls var landað 1.080 tonnum af bolfiski í Bolungavíkurhöfn í desembermánuði.

Aflahæst var togarinn Sirrý ÍS með 439 tonn. Sex dragnótabátar fiskuðu samtals 236 tonn. Af þeim var Ásdís ÍS aflahæst með 93 tonn og Þorlákur ÍS landaði 73 tonnum.

Fimm línubátar lönduðu samtals 406 tonnum í mánuðinum. Fríða Dagmar ÍS var með 119 tonn og Jónína Brynja ÍS með 101 tonn.

DEILA