Bolungavík: 160 m.kr til framkvæmda á næsta ári.

Fjárhagsáætlun Bolungavíkurkaupstaðar fyrir 2020 hefur verið lögð fram til umræðu í bæjarstjórn. Fyrri umræða fór fram á þriðjudaginn og var áætluninni vísað til síðari umræðu.

Gert er  ráð fyrir að rekstrartekjur verði 1443 milljónir króna og rekstrargjöld verði  1.343 milljónir króna. Fjármagnsliðir eru áætlaðir 77 milljónir króan og niðurstaðan því jákvæð um 23 milljónir króna. Stærstu tekjuliðirnir eru útsvar 626 m.kr. og framlag úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga  280 m.kr. laun og tengd gjöld eru langstærsti útgjaldaliðurinn 688 m.kr.

Veltufé frá rekstri verður 147 milljónir króna og afborganir langtímalána 101 milljón króna. Handbært fé í árslok verður 46 milljonir króna. Gert er ráð fyrir framkvæmdum fyrir 160 milljónir króna sem verða fjármagnaðar með lántöku. Bæjarráð mun gera tillögu um endanlega fjárhæð fjárfestingar og skiptingu á verkefni fyrir síðari umræðu um fjárhagsáætlun.

Bolungarvíkurhöfn
Gert er ráð fyrir 23 m.kr. hagnaði hjá Bolungarvíkurhöfn á árinu 2019. Hafnarstjórn leggur til að gjaldskrá hafnarinnar hækki að jafnaði um 2,5% frá gjaldskrá ársins 2018. Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir að aflagjald verði óbreytt 1,55%.

Félagsheimili Bolungarvíkur
Gert er ráð fyrir að tekjur ársins 2019 verði 2,9 m.kr. Sveitarfélagið er að leggja stóran skerf til menningarmála með rekstri Félagsheimilisins, en reiknað er með að tap af rekstri verði 37 m.kr. á árinu.

Félagslegar íbúðir
Áætlunin gerir ráð fyrir að halli verði á rekstri félagslegra íbúða að fjárhæð 17 m.kr. árið 2019.

Hjúkrunarheimilið
Hjúkrunarheimilið er í eigu sveitarfélagsins og rekur húsnæðið og greiðir af þeim lánum sem á því hvílir. Í gildi er leigusamningur við Velferðaráðuneytið er gert ráð fyrir að leigutekjur verði 22 m.kr. á árinu 2020. Gert er ráð fyrir því að fjármagnsliðir og afskriftir verði 28 m.kr. og annar rekstrarkostnaður 3 m.kr. Tap af rekstrinum er því áætlað
að verðu um 8 m.kr.- á árinu 2020.

DEILA