Aðventutónleikar Karlakórsins Ernis

Í gærkvöldi voru jólatónleikar Karlakórsins Ernis í Félagsheimilinu í Bolungarvík. Vel var mætt á tónleikana og voru áheyrendur hrifnir af líflegum flutningi jólalaga sem á efnisskránni voru.

Í kvöld verða tónleikarnir endurteknir í Ísafjarðarkirkju kl. 20.00 og síðustu tónleikarnir eru svo á Þingeyri annað kvöld á sama tíma.
Jólatónleikar þessir eru árviss viðburður hjá kórnum þar sem fjölbreytt jólalög hjálpa öllum að komast í jólaskapið.

Enginn aðgangseyrir er inn á tónleikana.

DEILA