Vísindaportið: Sjálfbær fegurð – hannað með náttúrunni

Frá höfninni í Hamborg, Þýskalandi.

Gestur í Vísindaporti vikunnar er Kjartan Bollason og mun hann í erindi sínu rýna í hönnun ferðaþjónustuumhverfis og pæla í hlutverki fagurfræðinnar og sér í lagi svokallaðrar grænnar fagurfræði. Spurt verður hvaða máli fegurð skiptir fyrir mat á sjálfbærni hins byggða umhverfis. Um leið verður rýnt í hvernig við notum val á sjónarhorni við mat á hvað er fallegt umhverfi og hvernig við metum gæði hins byggða umhverfis.

Erindinu verður streymt á netinu á YouTube rás Háskólaseturs og hefst útsending kl. 12:10.

Kjartan Bollason er umhverfisfræðingur, leiðsögumaður og lektor við Ferðamáladeild Háskólans á Hólum. Hann kennir nú námskeiðið Community and the Built Environment (Samfélag og manngert umhverfi) sem er valnámskeið í meistaranámsleiðunum Haf- og strandsvæðastjórnun og Sjávarbyggðafræði.

Vísindaportið fer að vanda fram í kaffistofu Háskólaseturs kl. 12:10-13. Allir velkomnir.

DEILA