Vill friða Geirþjófsfjörð og Trostansfjörð

Geirþjófsfjörður 11. okt. 2008. Mynd: Níels Ársælsson.

Úlfar Thoroddsen, leiðsögumaður og fyrrverandi sveitarstjóri á Patreksfirði tekur vel í hugmyndir um stækkun friðlands við Dynjanda, en Umhverfisstofnun er að setja á fót samráðshóp til að kanna það mál. Segir hann þær hugmyndir ágætar svo langt sem þær ná.

Úlfar segist vilja sjá sérstaka vernd eða friðlýsingu á öllu landinu austur af Dynjanda: Urðarhlíð, Mosdal , Hokingsdal, Langanes, Geirþjófsfjörð og Trostansfjörð og þá er komið að friðlandinu í Vatnsfirði á Barðaströnd. Gæti orðið samfella.

 

Hann bendir á  „að Geirþjófsfjörður er nánast ósnortinn (einn fárra staða á Vestfjörðum) utan þess að þar voru gróðursett grenitré á 6. áratugi liðinnar aldar. Land Geirþjófsfjarðar ber að vernda sérsaklega og ætti það að vera létt viðureignar fyrir hið opinbera, þar sem landið er ríkiseign.“

 

 

 

DEILA