Vilja kláf upp á Gleiðarhjalla

Arkiteo f.h. Odin Skylift, hefur óskað  eftir lóðum vegna fyrirhugaðs kláfs upp á Gleiðarhjalla. gert er ráð fyrir, samkvæmt uppdrætti sem lagður var fram að kláfurinn verði ofan við Andrésartún. Aðkoma yrði fyrir ofan Hjallavegsbrekku. Í hugmyndunum er gert ráð fyrir veitingahúsi á Eyrarfjalli og hóteli síðar.

Breyta þarf bæði aðalskipulagi og deiliskipulagi verði af loðaúthlutunum.

Skipulags- og mannvirkjanefnd óskaði eftir afstöðu bæjarráðs og það  gerir ekki athugasemd við umsóknina, en bendir á að gæta þurfi að öryggi og umhverfissjónarmiðum.

Frekari upplýsingar eru ekki veittar um umsóknina en á visir.is kemur fram að Odin Skylift er í eigu Gissurar Skarphéðinssonar og kanadísks viðskiptafélaga hans og að kostnaður er áætlaður 2,5 milljarðar króna.

DEILA