Vestfirðir: íbúðarhúsnæði 48,7 milljarðar króna

Á Akranesi hækkað fasteignamat íbúðarhúsnæðis um 21,6% frá fyrra ári.

Þjóðskrá Íslands hefur birt fasteignamat fyrir 2020. Það er byggt á verði í febrúar 2019. Heildarmat hækkaði um 6,1% milli ára.  Greint er frá hækkun milli ára eftir landshlutum, en þó kemur ekki fram hver breytingin varð á Vestfjörðum. Mest varð hækkunin 10,2% á Vesturlandi og innan þess varð hækkunin á Akranesi 19,1% sem er það mesta á landinu. Minnst varð hækkunin á höfuðborgarsvæðinu 5,3%.

Heildarfasteignamat eigna á Vestfjörðum er 75,3 milljarðar króna sem er 0,83% af heildarfasteignamatinu á landinu. Sé litið á íbúðarhúsnæði sérstaklega þá er fasteignamat þess 45,4 milljarðar króna, sem er 0,73% af fasteignamati íbúðarhúsnæðis á landinu öllu ( 6.210 milljarðar króna). Á Vestfjörðum búa 2% landsmanna. Fasteignamat íbúðarhúsnæðisins er því um þriðjungur þess sem hlutfall af íbúafjölda gefur tilefni til.

Fjárhæðir eru í milljónum króna.

DEILA