Þrjár sóknir sameinaðar í Ísafjarðardjúpi

Á nýafstöðnu kirkjuþingi voru samþykktar nokkrar breytingar á sóknaskipan í Vestfjarðaprófastsdæmi.  Eru breytingar þessar liður í endurbótum á skipulagi kirkjulegrar þjónustu á Vestfjörðum.

Í fyrsta lagi þá var samþykkt að færa tvær sóknir úr Vestfjarðaprófastsdæmi yfir í Vesturlandsprófastdæmi.  Flateyjarsókn í Breiðafjarðar- og Strandaprestakalli mun eftirleiðis tilheyra Stykkishólmsprestakalli á Snæfellsnesi og þiggja þaðan prestsþjónustu.  Skarðssókn í Breiðafjarðar- og Strandaprestakalli mun eftirleiðis tilheyra Dalaprestakalli.  Báðar þessar breytingar voru gerðar að ósk og frumkvæði heimamanna.

Í öðru lagi þá var samþykkt á nýafstöðnu kirkjuþingi að sameina þrjár við Ísafjarðardjúpið. Ákveðið var að Súðavíkursókn, Vatnsfjarðarsókn og Ögursókn sameinuðust og yrði heiti hinnar sameinuðu sóknar Súðavíkursókn. Áður höfðu safnaðarfundir og sóknarnefndir viðkomandi sókna samþykkt þessa sameiningu.

Sameiningin tekur strax gildi.

DEILA