Þórður Gunnar Hafþórsson valinn í lokahóp U-19 ára landslið Íslands

Fyrrum leikmaður Vestra, Þórður Gunnar Hafþórsson, hefur verið valinn í lokahóp U-19 ára landslið Íslands fyrir leik gegn Belgíu sem fram fer í dag, miðvikudaginn 13. nóvember. Hann var kallaður til í haust og æfði með liðinu dagana 2.-8. september og lék síðan tvo vináttuleiki með liðinu nú í byrjun október – gegn Finnlandi og Svíþjóð. Liðið vann Finnland 1:0 en gerði 1:1 jafntefli við Svía.

Nú var Þórður sem sagt aftur valinn til leiks sem er gríðargóður árangur.

Þórður er uppalinn hjá BÍ88 og síðar Vestra en gekk til liðs við Fylki í haust.

 

DEILA