Tálknafjörður: gjaldfrjáls leikskóli

Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps hefur samþykkt að leikskóli verði gjaldfrjáls fyrir 6 klst viðveru. En á móti var systkinaafsláttur fyrir eitt og tvö systkini lækkaður úr 50%-75% yfir í 30%-60%.

Ekki liggur fyrir hver kostnaður sveitarfélagsin sverður af breytingunni.

Ekki var einhugur um breytinguna. Fjórir greiddu atkvæði með en Lilja Magnúsdóttir, E lista  var á móti því að lækka tekjustofna sveitarfélagsins og lagði hún fram eftirfarandi bókun:

„E-listinn mótmælir harðlega þeirri fyrirætlun meirihluta sveitarstjórnar að ætla að
hafa fyrstu sex klukkutíma á dag af leikskóladvöl barna gjaldfrjálsa. Brýn nauðsyn er
til að halda vel utan um allar mögulegar tekjuleiðir sveitarfélagsins þar sem ljóst er
að sveitarfélagið mun eiga erfitt með að standa straum af lögbundinni þjónustu við
íbúa þess eins og fjárhagsstaða þess er í dag. E-listinn er algjörlega á móti lækkun
tekjustofna hverjir sem þeir eru og greiðir atkvæði gegn þessari gjaldskrá.“

 

 

DEILA