Stofnuð samtök atvinnurekenda á Ströndum og Reykhólum

Á þriðjudaginn í síðustu viku voru stofnuð samtök atvinnurekenda á Ströndum og á Reykhólum. Fundurinn var í Hnyðju á Hólmavík og var vel sóttur.   Meginmarkmið félagsins er að stuðla að vexti og viðgangi samfélaganna á svæðinu með það fyrir augum að gera byggðirnar enn ákjósanlegri til atvinnurekstrar og búsetu, ekki síst fyrir fjölskyldufólk.

Í aðalstjórn voru valdir Héðinn Ásbjörnsson Hótel Djúpuvík, Sigurbjörn Úlfsson Hólmadrangi, Sveinn Ragnarsson smiður, Viktoría Rán Ólafsdóttir Kaupfélagi Steingrímsfjarðar og varamenn  Bergsveinn Reynisson Nesskel ehf og Guðlaug Bergsveinsdóttir Össusetri Íslands.

Nokkrir boðuðu þáttöku í félaginu en komust ekki á fundinn og því er opið eitt sæti í aðalstjórninni.

Aðalfundur verður haldinn í janúar. Tæplega þrjátíu manns skráðu sig í samtökin en þeir sem vilja gerast stofnfélagar geta skráð sig fram til 31. desember 2019 hjá Skúla Gautasyni, skuli@vestfirdir.is og s. 896 8412, starfsmanni Vestfjarðastofu á svæðinu.

DEILA