Skering ehf Ísafirði lægstbjóðandi

Skering ehf á Ísafirði varð lægstbjóðandi í efnisvinnslu, grjót og kjarni um 22.000 m3     

á Bíldudal í svonefndu Tagli. Tilboð Skeringar var 39 milljónir króna sem var 86% af 45,1 m.kr. áætluðum verktakakostnaði.

Tvö önnur tilboð bárust bæði frá fyrirtækjum í Kópavogi. Suðurverk bauð 67,7 m.kr og Borgarvirki 46,1 milljón króna.

Verkinu skal lokið eigi síðar en 15. apríl 2020.

DEILA