Skaginn 3X : Metnaður verður að veruleika

Nýjasta hönnun Value PumpTM dælunnar afkastar allt upp í 60 tonnum af uppsjávarfisk á klukkustund og flytur hún hráefni um 200 metra frá höfninni að vinnslu Denholm í gengum 16 tommu rör.

“Hönnun, þróun og smíði á þessari 16” ValuePump™ var svo sannarlega áskorun en afrakstur erfiðisins er hreinlega magnaður segir Ragnar Arnbjörn Guðmundsson svæðissölustjóri Skagans 3X. “Við höfum verið í þróunarvinnu undanfarna mánuði með ValuePumpTM dæluna og ég er virkilega stoltur að segja frá því að hún getur afkastað 60 tonnum á klukkustund og getur dælt hráefni upp á við um allt að 10 metra, allt eftir óskum kaupandans. Mikilvægast af öllu er það hversu vel ValuePumpTM dælan fer með hráefnið á meðan á flutningi stendur, sem tryggir viðhald á gæðum hráefnisins.

Byggt á fornum fræðum

ValuePump™ hefur verið framleidd hjá Skaganumn 3X síðan 1994 í ýmsum formum, en á síðasta ári hóf fyrirtækið rannsóknir og prófanir á nýrri og bættri hönnun sem uppfyllir kröfur Denholm Seafoods.

ValuePump™ flytur hráefni í gegnum lokað lágþrýstings lagnakerfi með lofti og vökva sem getur verið breytilegur, allt eftir tegund afurðar og hvaða virðisauka er óskað eftir á meðan á flutningi stendur. Til að mynda er mögulegt að bæta við vökvahringrás, krapakerfi, varmaskiptum, pækilkerfi og fleira til þess að ná fram virðisauka hráefnis.

ValuePump™ gengur fyrir mun minni orku samanborið við aðrar dælulausnir. “ValuePump™ mun ekki einungis spara orku, því einnig mun hún leysa af flutningabíla sem hafa verið notaðir til að ferja hráefni frá höfn og inn í vinnsluhús” segir Ragnar “sem gerir þessa vinnslu umhverfisvæna fyrir viðskiptavin okkar”.

Dælan notar ekki hefðbundna skrúfu heldur snýst hún öll. Við það færist vökvi og hráefni í gegnum dæluna og áfram í átt að vinnsluhúsinu. Þetta gerir okkur kleift að flytja hráefnið hærra upp án þess að draga úr gæðum.

Freysteinn Nonni Mánason frá Skaganum 3X flutti erindi um 16“ ValuePump™ á Sjávarútvegsráðstefnunni í Hörpu í gær 7 nóvember.

DEILA