Sjaldan lognmolla á Ströndum

Það er sjaldan lognmolla í skemmtanalífi og afþreyingu á Ströndum, þar er alltaf nóg að gera og mikið fjör.
Á morgun verður Saumastofan frumsýnd í félagsheimilinu en leikritið sem gerist árið 1975, fjallar um sorgir og gleði starfsmanna á saumastofu. Leikritið er með söngvum við undirleik Strandabandsins. Við hvetjum alla til að skella sér á þessa flottu sýningu en fyrirhugaðar eru 2 sýningar á föstudag og laugardag hér á Hólmavík og fleiri sýningar verða auglýstar á næstunni.

Hér birtum við síðan fyrstu útgáfu af Jóladagatalinu okkar þetta árið en það verður uppfært um leið og tilkynningar berast á netfangið skrifstofa@strandabyggd.is.

DEILA