Rífandi aðsókn á bingó

Frá bingóinu á laugardag í Félagsheimili Bolungavíkur. Myndir: Kristinn H. Gunnarsson.

Hartnær 200 manns komu á árlegt bingó sem Sjálfsbjörg í Bolungavík stóð fyrir á laugardaginn. Kristján Karl Júlíusson segir að það sé nærri þrefalt fleiri en mætu fyrir ári á síðasta bingó Sjálfsbjargar.

Þessi viðburður er ein helsta tekjulind félagsins og voru tekjur þess af bingóinu góðar. Gestir fengu líka nokkuð fyrir sinn snúð, því vinningar voru margir og veglegir. Að sögn Kristjáns Karls eru það fyrirtæki og stofnanir á svæðinu sem gefa vinningana og leggja þannig sitt af mörkum til styrktar starfsemi Sjalfsbjargar.

 

DEILA