Rækjuveiðiskip fær í skrúfuna í Inndjúpinu

Um klukkan sex í kvöld var björgunarskipið Gísli Jóns á Ísafirði kallað út vegna rækjuveiðiskipsins Halldórs Sigurðssonar ÍS  sem hafði fengið veiðafæri í skrúfuna og gat ekki siglt fyrir eigin vélarafli. Tveir eru um borð í skipin sem var við veiðar í Inndjúpinu en engin slys voru á fólki. Það tók áhöfnina á Gísla Jóns um einn og hálfan tíma að sigla inn Djúpið að rækjuveiðiskipinu, áhöfnin tók skipið í tog og er á leiðinni með það til Ísafjarðar.

Að sögn Halldórs Óla Hjálmarssonar eru skipin norður af Vigur og gengur að vonum siglingin til Ísafjarðar.

Meðfylgjandi er mynd tekin úr Gísla Jóns í kvöld.

Mynd: Landsbjörg.

DEILA