Næturvaktin á Ísafirði á laugardaginn

Guðni Már Henningsson, útvarpsmaður og listamaður verður á Mömmu Nínu á Ísafirði á laugardaginn milli kl 16 og 17 og les upp úr bókum sínum og áritar þær.

Málverkasýningu Guðna, sem verið hefur á Mömmu Nínu lýkur þá um kvöldið og verða óseld verk seld á sérstöku tilboðsverði 12.000 kr.

Klukkan 10 um kvöldið hefst næturvaktin og mun Guðni Már velja tónlistina og spjalla við hlustendur og finna óskalög.

DEILA