Kynningardagur á Young Athlete á Vestfjörðum

Kynningardagur á Special Olympics Young Athlete verkefninu (YAP) verður haldinn 19. nóvember kl. 13:00 í Leikskólanum Glaðheimum við Hlíðarstræti 16 í Bolungarvík.

Special Olympics Young Athletes er alþjóðlegt íþrótta- og leikjaverkefni fyrir 2–7 ára gömul börn með sérstakri áherslu á börn sem hafa skerta hreyfifærni.

Markmið verkefnisins er að stuðla að aukinni hreyfifærni barna, þjálfun fínhreyfinga, félagsfærni og námsfærni barna en rannsóknir hafa sýnt mikilvægi snemmtækrar íhlutunar, ekki síst hvað varðar hreyfiþjálfun.

Umsjónaraðilar eru Anna Karólína Vilhjálmsdóttir framkvæmdastjóri Special Olympics á Íslandi og þróunarsviðs Íþróttasambands fatlaðra, Ásta Katrín Helgadóttir, íþróttakennari, heilsuleikskólanum Skógarási, Ásbrú og Þóra Sigrún Hjaltadóttir, leikskólastjóri, heilsuleikskólanum Skógarási, Ásbrú.

Dagskrá

Kl. 13:00 Verklegar æfingar, æfingabraut
Ásta Katrín Helgadóttir, íþróttakennari heilsuleikskólans Háaleiti, Ásbrú leiðir æfingar fyrir leikskólabörn. Settar verða upp einfaldar stöðvar sem hægt er að setja upp í litlum eða stórum rýmum.

13:40-14:00 Hlé á dagkrá, YAP myndir/myndbönd

14:00-14:30 Kynning á YAP, aðgengi að upplýsingum og kennsluefni.
Áhersla á einfaldleika og að allir geti nýtt YAP/aðlagað hverjum stað. Kynnt rannsókn í leikskólanum Skógarási, m.a. kannað viðhorf foreldra gagnvart innleiðingu og áhrifum YAP. Kynntar hugmyndir um einfalda framsetningu á innleiðingu YAP. Kynnt fimm þrepa áætlun, viðurkenningarskírteini YAP á Íslandi.

14:30-15:00 Umræður

Vinsamlega skráið þátttöku – Nafn/leikskóli/starfsheiti/aðrir – á netfang annak@ifsport.is.

Ókeypis aðgengi að fræðsluefni, árangursmælikvarða og átta vikna æfingaprógrammi.

Allir eru velkomnir en leikskólastjórar, sérkennslustjórar og umsjónarmenn hreyfitíma eru sérstaklega hvattir til að mæta á staðinn, kynna sér YAP og taka þátt í umræðum. Einnig er starfsfólk sveitarfélaga sem tengist málefninu velkomið að taka þátt og koma með ábendingar.

Markmið er að koma upp tengslaneti leikskóla sem hafa áhuga á að nýta YAP í sínu starfi. Tækifæri geta skapast til samstarfs innanlands og ekki síður erlendis.

Alþjóðasamtök Special Olympics þróuðu YAP í samstarfi við Boston-háskóla. Einn mikilvægasti þátturinn var að allar þjóðir án tillits til aðstæðna, gætu nýtt hugmyndafræði YAP og því er einfaldleiki ráðandi í allri uppsetningu.

DEILA