Jökulfirðir: benda hvor á annan

Horft yfir Jökulfirði. Mynd : Kristinn H. Gunnarsson.

Hafrannsóknastofnun og Atvinnuvegaráðuneytið benda hvor á annan þegar spurt er um burðarþolsmat fyrir Jökulfirði.

Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar segir í svari við fyrirspurn Bæjarins besta að ráðherra ákveði hvort ný svæði verði burðarþolsmetin og að enn séu ekki komnar ákvarðanir um slíkt.

Í svari ráðuneytisins segir hins vegar að Hafrannsóknastofnun hafi það hlutverk að framkvæma það.

 

Einnig var spurt um endurskoðun áhættumats fyrir Ísafjarðardjúp.

Í svari ráðuneytisins segir: „Í fiskeldislögunum sem Alþingi samþykkti í júní sl. kemur fram að Hafrannsóknastofnun skuli leggja tillögu að endurskoðuðu áhættumati erfðablöndunar fyrir samráðsnefnd um fiskeldi svo fljótt sem auðið er. Líkt og komið hefur fram opinberlega stendur þessi vinna nú yfir hjá stofnunni og ráðgert að henni ljúki fljótlega.“

Sigurður Guðjónsson segir að unnið sé að endurskoðun á áhættumati skv. nýjum lögum. „Þar inni er Ísafjarðardjúp sem og aðrir burðarþolsmetnir firðir.“

 

 

 

DEILA