Ísafjarðarbær: vill bæta almenningssamgöngur á norðanverðum Vestfjörðum

Bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ lögðu fram í bæjarráði í vikunni tillögu vegna almenningssamgangna.
Í tillögunni segir :
„Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir samstarfi við Bolungarvíkurkaupstað og Súðavíkurhrepp við að endurskoða almenningssamgöngur á milli sveitarfélaganna og byggðarkjarna. Einnig að kanna möguleika á aðkomu Fjórðungssambands Vestfirðinga að verkefninu. Sé vilji fyrir slíku samstarfi er lagt til að skipaður verði vinnuhópur sem hvert sveitarfélag og Fjórðungssamband Vestfirðinga eigi fulltrúa í.“
Í greinargerð sem fylgir með tillögunni segir að í búar Ísafjarðarbæjar hafi í þó nokkur ár kallað eftir betri lausnum í almenningssamgöngum á milli byggðarkjarna í Ísafjarðarbæ m.a. svo börn geti sótt íþróttaæfingar og aðrir tómstundir. Íbúum finnst þeir oft þurfa að bíða lengi eftir að komast heim eftir að erindum/æfingum hefur verið sinnt. Það er því tímabært að taka almenningssamgöngur í Ísafjarðarbæ til endurskoðunar.
Þá segir að rétt sé að skoða málið í víðara samhengi og  kanna hvort áhugi sé á samstarfi í
almenningssamgöngum milli sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum og óska eftir samstarfi við Bolungarvíkurkaupstað og Súðavíkurhrepp við að endurskoða
almenningssamgöngur á milli sveitarfélaganna og byggðarkjarna. Einnig að kannaður sé möguleikinn á aðkomu Fjórðungssambands Vestfjarða að verkefninu.
DEILA