Innanlandsflug flutt úr Vatnsmýrinni ef rannsóknir styðja það.

Horft yfir Reykjanesbraut og í átt að Hvassahrauni. VF-mynd: Hilmar Bragi

Samgönguráðherra og Reykjavíkurborg hafa undirritað samkomulag um að flytja innanlandsflug úr Vatnsmýrinni til nýs flugvallar í Hvassahrauni ef flugprófanir og veðurfrasrannsóknir styðja þá fyrirætlan. leggur hvort aðila til 100 milljónir króna til þess að kosta rannsóknirnar. Stefnt er að því að ákvörðun verði tekin fyrir lok árs 2024.

Auk flugprófana og veðurfarsrannsókna verður einnig unnið að rannsóknum á vatnsvernd og öðrum umhverfisþáttum. Þá verða greind áhrif af flutning flugvallarins á áætlunarflug, sjúkraflug, kennslu- og æfingaflug, atvinnuflug tengt ferðamönnum og á stöðu flugvallar sem varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll.

Þessum athugunum verði lokið fyrir árslok 2022.

Verði talið rétt að halda áfram undirbúningi að flutnngi vallarins til Hvassahraun verður farið í að vinna dröf að hönnun, skipulagsáætlunum sveitarfélaga og umhverfismati auk ýtarlegra kostaðaráætlana. Þessi verði lokið fyrir lok árs 2024.

Áætlað er á þessu stigi að kostnaður við flugvöll í Hvassahrauni verði 44 milljarðar króna, en það muni kosta 25 milljarða króna að uppfæra Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýrinni fyrir innanlandsflug og sem varaflugvöll fyrir millilandflug.

Reynist flugvöllur í Hvassahrauni ekki vænlegur skuldbinda aðilar sig til þess að taka upp viðræður að nýju.

Það vekur athygli að ekki er samkomulag um að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni ef Hvassahraun reynist ekki hentugur staður fyrir innanlandsflugvöllur. Það verður áfram stefna Reykjavíkurborgar að flugvöllurinn fari.

Ekki liggur fyrir hver greiðir kostnaðinn.

Í skýrslu stýrihóps um flugvallakosti á suðvesturhorninu, sem kynnt var í gær, er það slegið út af borðinu að færa millilandaflugið frá Keflavíkurflugvelli í Hvassahraun vegna kostnaðar. lagt er til að egilsstaðarflugvöllur verði endurbættur sem varaflugvöllur fyrir millilandaflugið.

Hvassahraun ekki vænlegur kostur

Um innanlandsflugið segir í skýrslunni m.a.:

„Frekari þróun flugvallar í Vatnsmýri er erfið vegna byggðar sem þrengt hefur að starfseminni. Þær greiningar sem til eru benda til að flutningur innanlandsflugs úr Vatnsmýri til Keflavíkur sé ekki vænlegur kostur við núverandi aðstæður en lagt er til að greind verði áhrif þess að flytja miðstöð innanlandsflugs úr Vatnsmýri í Hvassahraun.“

Hvassahraun er í lögsögu Hafnarfjarðar og sveitarfélagsins Voga.
DEILA