ÍLS: 72 milljónir króna í stofnframlög til Vestfjarða

Íbúðalánasjóður hefur birt sundurliðun á nýlegri úthlutun 3,2 milljarða króna stofnframlaga frá ríkinu.  Alls var veitt stofnframlögum til 15 íbúða á Vestfjörðum að upphæð samtals 72 milljónir króna.

Til Reykhólahrepps var veitt 16,7 milljóna króna stofnframlagi til þess að reisa 3 íbúðir á Reykhólum. Því er ætlað að standa undir 18% af samþykktum byggingarkostnaði sem er 92,3 milljónir króna. Sveitarfélagið leggur til 12% og verður hlutur þess 11,1 milljónir króna. Verður kostnaður hærri lendið umframkostnaðurinn á sveitarfélaginu.

Tálknafjarðarhreppur fékk stofnframlag að fjárhæð 41,5 milljónir króna til þess að reisa 12 íbúðir sem áætlað er að kosti 230,4 milljónir króna. Að auki fékk sveitarfélagið viðbótarframlag 6% sem er 13,8 milljónir króna. Samtals verður stofnframlag ríkisins 55,3 milljónir króna. Hlutur sveitarfélagsins er 12% eða 27,7 milljónir króna.

Áður hafði íbúðalánasjóður úthlutað Ísafjarðarbæ 11 íbúðum, en bæjarstjórnin hefur samþykkt að falla frá umsókninni og verður útgreiddu stofnframlagi frá ríkinu skilað til Íbúðalánasjóðs.

Samtals hefur Íbúðalánasjóður úthlutað stofnframlögum fyrir 11,7 milljarða króna til bygginga og kaupa á 2.123 íbúðum.

 

DEILA