ÍF : Góðar móttökur á Vestfjörðum þar sem leikskólabörnum er kennt á gönguskíði

Frá Glaðheimum Bolungavík.

Young athlete verkefnið ( YAP) hefur verið innleitt af IF frá árinu 2015 en þetta er alþjóðlegt verkefni a vegum Special Olympics og hefur að markmiði að stuðla að því að oll born fái næga hreyfiþjálfun, ekki síst born með sérþarfir.
Ákveðið var að kynna YAP i leikskólum þar sem flest born eru þar fyrstu árin og hvert ár skiptir máli ef góður árangur á að nást með markvissri hreyfiþjálfun. Frjáls leikur eða almenn hreyfistund gerir mikið fyrir bōrnin en markviss hreyfiþjálfun getur skipt miklu máli, ekki síst ef skertur hreyfiþroska eða einhverskonar frávik eru til staðar. Markviss hreyfiþjálfun með árangursmælingu er tilviljanakennd í leikskólum á Íslandi þó frábært starf sé unnið í öllum leikskólum.

Frásögn Önnu Karólínu sem birt er á heimasíðu ÍF:

„Það var vel tekið á móti fulltrúum Íþróttasambands fatlaðra þegar haldin var kynningardagur YAP á Vestfjörðum 19. nóvember Ásta Katrín Helgadóttir, íþróttakennari á heilsuleikskólanum Skógarási Ásbrú og Anna Karólína Vilhjálmsdóttir, frkvstj. Special Olympics á Íslandi kynntu YAP verkefnið sem fékk góðan hljómgrunn. Ástæða er til að vænta þess að góðir hlutir geti gerst á Vestfjörðum, en forsenda þess er stuðningur sveitarfélaga við leikskóla sem vilja efla markvissa hreyfiþjálfun, ekki síst barna með sérþarfir.

 

Kynningin fór fram í leikskólanum Glaðheimum, Bolungarvík  þar sem fulltrúar leikskóla á svæðinu fylgdust með æfingum barna úr leikskólanum og síðan tók við kynning og umræður. Góðar forsendur eru til staðar að skapa markvissa umgjörð um hreyfiþjálfun barna í leikskólum á Vestfjörðum. Í Bolungarvík er leikskólastjórinn að leita leiða til  hægt sé að nýta betur sérþekkingu á sviði hreyfiþjálfunar  en þar starfar mjög áhugasamur íþróttafræðingur.

Á Ísafirði er  starfsmaður með sérþekkingu á sviði útivistar þar sem 5 ára börn hafa m.a. fengið tækifæri til að læra á gönguskíði. Rætt var um stöðu mála á hverjum stað og möguleika á samstarfi milli bæjarfélaga. Áhuga skorti ekki hjá starfsfólki en ljóst að þörf er á stuðningi við þá aðila sem eru að reyna að efla starfið sem snýr að markvissri hreyfiþjálfun. YAP verkefnið hefur verið kynnt sem verkefni sem öll börn njóta góðs af en upphaflegur markhópur voru börn með sérþarfir. Leikskólastjórar og sérkennslustjórar þurfa að fá aðstoð og stuðning til að hægt sé að fylgja þessum þætti eftir af alvöru þannig að  hreyfiþjálfun  verði nýtt sem markvisst og árangursdrifið verkfæri á fyrstu árum barnsins, ekki síst þar sem frávik á hreyfiþroska eru greinileg. Rannsóknir á sviði hreyfiþroska sýna að snemmtæk íhlutun á því sviði er mikilvæg og rannsóknir í  heilsuleikskólanum Skógarási  Ásbrú hafa sýnt jákvæð áhrif samþættingar á sviði hreyfiþroska, málþroska og félagsfærni.  Allt vinnur þetta saman og er jafn mikilvægt.“

DEILA