Guðmundur Fertram í hugveitu iðnaðarráðherra

Guðmundur Fertram Sigurjónsson. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir nýsköpunarráðherra kynnti í gær nokkrar aðgerðir í þágu nýsköpunar.

Viðamesta aðgerðin er að settur verður á fót frumkvöðlasjóðurinn Kría sem hefur  þann tilgang að vera hvati vísifjárfestinga (Venture Capital/VC). Í fjármálaáætlun ríkissjóðs er gert ráð fyrir samtals 2.5 milljarði á næstu þremur árum til að fjármagna sjóðinn.

Önnur markverð nýjung er svonefnd hugveita , sem skipuð verður frumkvöðlum og nýsköpunar- og fjármálaráðherra, samtals 12 mönnum.

Verkefni hugveitunnar verða að leggja reglulega til ábendingar, tillögur eða vandamál sem þarfnast úrlausna á málefnasviðinu og að veita endurgjöf á áætlanir og verkefni ráðuneytanna sem snerta málaflokkinn, bæði ný verkefni, og núverandi umhverfi.

Fyrsti fundur hugveitunnar verður í janúar 2020.

Meðal þeirra sem ráðherra skipaði til setu í hugveitunni er Guðmundu Fertram Sigurjónsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Kerecis.

Aðrir eru:

  • Ari Helgason, fjárfestir hjá Index Ventures
  • Ágústa Guðmundsdóttir, meðstofnandi Zymetech og þróunarstjóri fyrirtækisins
  • Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, fjárfestir og stjórnarmaður í ýmsum fyrirtækjumog fyrrum framkvæmdastjóri Actavis
  • Guðbjörg Rist, framkvæmdastjóri Atmonia
  • Guðmundur Hafsteinsson, frumkvöðull og fyrrum stjórnandi hjá Google
  • Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Kerecis
  • Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson, meðstofnandi og rekstrarstjóri Teatime Games, áður rekstrarstjóri QuizUp, og meðstofnandi & framkvæmdastjóri Clara
  • Stefanía Bjarney Ólafsdóttir, meðstofnandi og framkvæmdastjóri Avo
  • Tryggvi Þorgeirsson, meðstofnandi og framkvæmdastjóri Sidekick Health
  • Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Kara Connect

DEILA