Framkvæmt fyrir 1 milljarð króna í höfunum utan grunnnets

Í drögum að samgönguáætlun fyrir næstu fimm ár, 2020-24, er lagt til að ráðast í framkvæmdir í höfnum á Vestfjörðum, sem eru utan grunnnets, fyrir 1 milljarð króna. Hlutur ríkisins í framkvæmdakostnaði er 579 miilljónir króna.

Mest verður framkvæmt í Súðavík. Þar eru tvær framkvæmdir á listanum. Stálþið 80 m við Langeyri fyrir 273 milljónir króna á árunum 2020-22 og svo endurbygging Miðgarðs , sem er 46 metra trébryggja fyrir 106 milljónir króna á árunum 2023-24.

Í Reykhólahreppi er ráðgert að framkvæma fyrir 322 milljónir króna. Það er endurbygging stalþilsbryggju sem er meginverkefnið.

Á Suðureyri verðu enndurbyggður 60 metra vesturkantur, sem kostar um 138 milljónir króna. Þegar er búið að framkvæma rúmlega helming verksins og mun stálþilið hafa komið í fyrradag með stálflutningaskipiđ Hohe Bank til Ísafjarđar og međ því verđur verkefninu endurbygging löndunarkants lokiđ.

Á Hólmavík stendur yfir endurbygging 50 metra stálþils fyrir 125 milljónir króna og lýkur verkinu 2021.

Þá eru fjárveitingar til þriggja minni háttar verkefna að finna í þessari samgönguáætlun.

Á Ísafirði eru 18 milljónir króna til dýpkunar innsiglingarrennu alls 15 þúsund rúmmetra sem vinna á á næsta ári. Hlutur ríkisins er 8,7 milljónir króna.

Á Patreksfirðir verða  öldustraumsrannsóknir vegna stórskipahafnar 2020-21. Kostnaður er 9 milljónir króna og greiðir ríkið 5,4 milljónir króna.

Loks eru fjárveitingar til þess að gera sjóvörn í Árneshreppi.

Annars vegar á Gjögri (40 m – 600 m3) á árinu 2021. Kostnaður er áætlaður 4,7 milljónir króna og greiðir ríkissjóður 7/8 hluta kostnaðar eða 4,1 milljón króna. Hins vegar er fyrirhugað að gera sjóvörn í Djúpavík (100 m – 1.000 m3). Kostnaður er  9,2 milljónir króna og hlutur ríkisins 8,1 milljón króna.

 

DEILA