Flughálka á Hrafnseyrarheiði

Það var mikil hálka á Hrafnseyrarheiði í gær. Gámabíll á vegum Vegagerðarinnar lenti í hremmingum á Hrafnseyrarheiði. Frá þessu greinir Vegagerðin á Instagramsíðu sinni.

Það er Gunnar G. Sigurðsson, Þingeyri sem aðstoðar gámabílinn.

Þetta verður líklega síðasti veturinn sem fara þarf yfir Hrafneyrarheiði að vetrarlagi en Dýrafjarðargöng munu leysa heiðina af hólmi og verða þau opnuð fyrir umferð í september á næsta ári.

Myndina tók Oddur Jónsson.

DEILA