Þriðjudagur 22. apríl 2025

Fjórðungsþing Vestfirðinga: auknar niðurgreiðslur á húshitunarkostnaði

Auglýsing

Haustþing Fjórðungsþings Vestfirðinga sem haldið var á Hólmavík  í síðasta mánuði ályktaði um niðurgreiðslur á húshitunarkostnaði. Það var bæjarráð Bolungavíkur sem lagði til við Fjórðungsþingið að ályktað yrði um það efni.

Fjórðungsþingið skorar á ferðamála, iðnar- og nýsköpunarráðherra að beita sér fyrir auknum niðurgreiðslum hitunarkostnaðar með raforku til heimila, þannig að kostnaður þeirra er nota raforku til húshitunar verði ekki meiri en hjá notendum „meðaldýrra“ hitaveitna.
Jafnframt skorar þingið á ráðherra að beita sér fyrir jöfnun á kostnaði við dreifingu
raforku milli landsmanna.

Auglýsing

Auglýsing
Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing

Fleiri fréttir